Reykvíkingar tóku varla eftir lokum stríðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Parísarbúar fagna lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar 11. nóvember 1918 en styrjöldin stóð í rúm fjögur ár. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
„Ég hef nú orðað það þannig að Reykvíkingar alla vega hafi varla tekið eftir því að stríðið var búið. Það var allt lamað hérna út af spænsku veikinni og engin blöð komu út. Niðurstaðan varð sú að blöðin í Reykjavík splæstu í sameiginlegan fregnmiða,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur um það hvernig Íslendingar fréttu af lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Eins og fyrr segir var prentaður sérstakur fregnmiði mánudaginn 11. nóvember 1918 þar sem sagt var frá því að vopnahlé væri komið á og uppreisn væri hafin í Þýskalandi. „Seinni stríðsárin, alveg frá 1916, voru mjög erfiður tími á Íslandi. Fólk kveið því að þessu myndi ekkert linna strax. Það var kolaskortur og myrkur á götum í Reykjavík á kvöldin því menn höfðu ekki efni á lýsingu,“ segir Gunnar Þór.Gunnar Þór Bjarnason.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHann bendir líka á að fyrri heimsstyrjöldin hafi haft mikil áhrif á fullveldi Íslands sem fékkst 1. desember sama ár. Stríðið hafi fært Ísland fjær Danmörku. „Íslendingar þurftu svolítið að standa á eigin fótum og semja um viðskipti við Breta. Landsstjórnin keypti og leigði skip og það voru siglingar til Ameríku sem höfðu ekki verið áður. Þetta var mikið tímamótaár fyrir Íslendinga. Stríðið hafði miklu meiri áhrif hér en menn hafa kannski gert sér grein fyrir því það er alltaf verið að bera það saman við seinni heimsstyrjöldina sem hafði auðvitað svo gríðarleg áhrif.“ Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöldin hafi í raun gefið tóninn fyrir alla 20. öldina. „Þetta eru auðvitað tímamót í Evrópu því það verða svo mikil umskipti og uppstokkun. Það hverfur þarna úr sögunni hvert heimsveldið á fætur öðru. Tyrkjaveldi og Austurríki-Ungverjaland hverfa og Rússar eru úr leik í bili. Stríðið gekk líka mjög nærri Bretlandi og Frakklandi þótt þau teldust til sigurvegara. Bandaríkin standa því uppi sem öflugasta veldið þótt þau séu ekki í sömu yfirburðastöðu og síðar varð.“ Emmanuel Macron og Angela Merkel heilsast í París í gær.NORDICPHOTOS/GETTYMacron varaði við þjóðernishyggju Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvatti þjóðarleiðtoga til þess að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hafna þjóðernishyggju. Þetta sagði hann í ávarpi í París í gær þar sem þess var minnst að ein öld er liðin frá lokum styrjaldarinnar. Um sjötíu þjóðarleiðtogar gengu að minnismerki óþekkta hermannsins undir Sigurboganum þar sem Macron flutti ávarp sitt. Hann sagði það frábært að hafa leiðtogana á þessum stað til að minnast loka styrjaldarinnar en velti því fyrir sér hvernig ljósmyndanna af viðburðinum yrði minnst í framtíðinni. Hvort þær yrðu tákn um frið eða síðasta augnablik samstöðu áður en ringulreið tæki yfir í heiminum. Það væri undir þeim sjálfum komið. Friðarráðstefna var svo haldin í París síðdegis í gær þar sem auk Macron tóku þátt leiðtogar á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók hins vegar ekki þátt í ráðstefnunni heldur hélt til Bandaríkjanna að lokinni minningarathöfninni. Trump var gagnrýndur fyrir að hafa á laugardaginn hætt við að heimsækja kirkjugarð fyrir utan París þar sem bandarískir hermenn sem féllu í styrjöldinni hvíla. Ástæðan sem gefin var fyrir því var slæmt veður en ekki var hægt að fljúga þyrlunni sem átti að flytja Trump. Þess í stað heimsótti hann annan kirkjugarð í gær. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 191 11. nóvember 2018 08:55