Innlent

Fjordvik dregið til Hafnarfjarðar

Sighvatur Jónsson skrifar
Fjordvik var degið frá Helguvík til Keflavíkur á föstudaginn. Í morgun var sementsflutningaskipið dregið frá Keflavík áleiðis til Hafnarfjarðar.
Fjordvik var degið frá Helguvík til Keflavíkur á föstudaginn. Í morgun var sementsflutningaskipið dregið frá Keflavík áleiðis til Hafnarfjarðar. Víkurfréttir
Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, drógu skipið frá Keflavíkurhöfn um klukkan hálfníu í morgun. Unnið hefur verið að viðgerð Fjordvik í Keflavík undanfarna daga og verður þeim framhaldið í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn.

Sjóferðin hefur gengið vel í morgun en sementsflutningaskipið var dregið í rólegheitum á um fjögurra mílna hraða.

Skipið sigið að aftan

Við komuna til Hafnarfjarðar verður Fjordvik þyngt að framan en skipið er mjög sigið að aftan eftir að hafa legið við grjótgarð Helguvíkur í vikutíma frá því að það strandaði.

Þetta er gert til að koma skipinu í flotkvína í Hafnarfirði en búist er við að þangað verði það komið á morgun hið fyrsta.


Tengdar fréttir

Fjordvik laust af strandstað

Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.

Gert við Fjordvik í Keflavík

Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×