Gert við Fjordvik í Keflavík Sighvatur Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 12:20 Fjordvik komið að bryggju í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Vísir/Víkurfréttir Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði. Vika er liðin frá því að Fjordvik strandaði við utanverðan hafnargarðinn í Helguvík. Eftir fund sem starfsmenn Reykjaneshafnar áttu í gær með erlenda björgunarteyminu sem unnið hefur að björgun skipsins var hafist handa við að losa það af strandstað síðdegis í gær. Háflóð var um klukkan hálfátta en aðgerðir hófust rúmum tveimur tímum fyrr.Við upphaf aðgerða í gær hallaði Fjordvik bakborðsmegin.Vísir/VíkurfréttirSjó dælt úr skipinu Byrjað var á því að dæla lofti í lestar skipsins til að losa sjó þaðan. Tryggja þurfti stöðugleika skipsins þar sem taka þurfti tillit til skemmda þess og farms en komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru um borð. Sjór hefur komist í lestar skipsins og myndað harða skel í efsta lagi farmsins. Þegar menn brutu sig í gegnum þá skel í gær kom í ljós að undir henni er þurrt sement.Fjordvik losað af strandstað við Helguvík í gær.Vísir/VíkurfréttirAðgerðir gengu vel Fljótlega báru aðgerðirnar árangur og skipið reis rólega en það hafði hallað áberandi mikið á bakborða eftir nokkurra daga legu í utanverðum grjótgarði hafnarinnar. Þegar jafnvægi var náð var Fjordvik losað af strandstað rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Jötunn og Magni, voru notaðir til að draga Fjordvik inn í Keflavíkurhöfn á hægum hraða en skipið kom þangað um klukkan níu.Þrír hafnsögubátar voru notaðir við björgunaraðgerðir í gær.Vísir/VíkurfréttirDregið til Hafnarfjarðar Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að mikið kapp hafi verið lagt á að losa Fjordvik af strandstað í gær þar sem spáð er versnandi veðri. „Og það er bara ekki gott ef skipið berst svona utan í grjótgarðinn eins og það gerði þarna. Þannig ef við hefðum ekki náð því núna hefði það verið verra farið á sunnudaginn.“ Fjordvik er skemmt aftarlega á bakborða skipsins. Haft er eftir köfurum sem skoðuðu skipið að bæði skrúfu og stýri þess vanti. „Næsta skref er að reyna að þétta skipið hérna við kantinn til þess að geta dregið það lengra. Hugmyndirnar sem uppi eru er að fara með það inní Hafnarfjarðarhöfn. Þar er þurrkví sem hægt er að setja skipið í og vinna þá betur að því og loka öllum opum þannig að hægt sé að fara með það yfir hafið. Hvar það endar veit ég ekki en það er annarra að ákveða það,“ sagði Halldór Karl Hermannsson.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira