Fótbolti

Hamrén var hræddur um Arnór er hann skipti til Rússlands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamrén ræddi við Gumma Ben í dag.
Hamrén ræddi við Gumma Ben í dag. vísir/skjáskot

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var áhyggjufullur um að ákvörðun Arnórs Sigurðssonar að fara frá Svíþjóð til Rússlands hafi komið of snemma.

Skagamaðurinn ungi er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta skipti en hann hefur farið á kostum síðan hann gekk í raðir CSKA Moskva frá Norrköping í sumar.

Hann hefur eðlilega heillað landsliðsþjálfarann en Arnór skoraði meðal annars í Meistaradeildinni gegn Roma í vikunni. Hann bætti svo um betur og skoraði gegn toppliði Zenit í úrvalsdeildinni í Rússlandi um helgina.

„Ég sá hann í Svíþjóð áður en ég tók við Íslandi,“ sagði Hamrén í ítarlegu viðtali við Guðmund Benediktsson á hóteli íslenska liðsins í Belgíu í dag þar sem landsliðið býr sig undir leik í Þjóðadeildinni gegn Belgíu á fimmtudag.

„Þar sá ég leikmann með mikla hæfileika. Hann heillaði mig í Svíþjóð; svo ungur, svo hæfileikaríkur og svo mikið efni en ég var smá hræddur um að flutningarnir til Moskvu hafi komið of snemma.“

„Maður hef séð dæmi þess að þeir koma til félags og spila ekki. Svo fara þeir á láni og svo eru þeir komnir aftur til félagsins sem þeir byrjuðu hjá en hann fékk tækifærið og er að grípa það.“

„Hann hefur verið góður í þessum leikjum og þegar þú spilar tvo leiki frá byrjun í Meistaradeildinni þá er það frábært að hann tók þetta skref því ef þú spilar í rússnesku úrvalsdeildinni með toppliði og Meistaradeildinni, þá færðu fullt af reynslu.“

Ítarlegt viðtal við Hamren birtist á vef Vísis á morgun.


Tengdar fréttir

Meiðslalistinn lengist enn

Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.