Viðreisn segir ríkisstjórnina skera fyrst niður í velferðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 13:45 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/vilhelm Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum. Alþingi Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira