Bolt fær stuðning frá Pogba og Sterling Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2018 17:00 Bolt í leik með Central Coast Mariners. vísir/getty Jamíka-maðurinn Usain Bolt reynir sem fyrr að elta draum sinn að fara úr því að verða spretthlaupari í fótboltamann. Bolt hefur verið á reynslu í Ástralíu en það gekk ekki eftir. Bolt var á reynslu hjá Central Coast Mariners og spilaði með þeim tvo leiki en ekki komust aðilarnir að samkomulagi. Bolt leitar sér því að nýju liði. Í nýju viðtali sagði fljótasti maður heims að hann væri ekki að velta því fyrir sér hvað fólk út í bæ væri að segja um hann. Hann sé einfaldlega bara að elta sinn draum. „Fólk má segja það sem það vill. Ég er vanur því. Ég var hlaupari og fólk hugsaði illa til mín þegar ég byrjaði en ég kom þeim á óvart á hverju ári,“ sagði Bolt í viðtali. Á dögunum talaði fyrrum landsliðsmaður Írlands, Andy Keogh, um Bolt. Hann sagði að fyrsta snerting Bolt væri eins og trampólín og vandaði honum ekki kveðjurnar. Bolt missir ekki svefn yfir því. „Fótbolti er eitthvað sem ég vil. Ég er viss um að Keogh sé ekki á sama stað og hann byrjaði á. Ég tek þessu ekki persónulega og ég hlæ að þessu því ég hef hitt Patrick Viera og marga fræga fótboltamenn.“ „Ég hef talað við Pogba og Sterling og þeir eru ánægðir að sjá mig reyna. Þeir sögðu við mig að ég gæti þetta og sýndu mér stuðning svo ég hef ekki áhyggjur af einum og einum leikmanni sem segir eitthvað um mig.“ „Þetta snýst ekki um peninga. Þetta er draumur og mig langar að prufa og sjá hversu góður ég get orðið,“ sagði hinn sprettharði að lokum. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Jamíka-maðurinn Usain Bolt reynir sem fyrr að elta draum sinn að fara úr því að verða spretthlaupari í fótboltamann. Bolt hefur verið á reynslu í Ástralíu en það gekk ekki eftir. Bolt var á reynslu hjá Central Coast Mariners og spilaði með þeim tvo leiki en ekki komust aðilarnir að samkomulagi. Bolt leitar sér því að nýju liði. Í nýju viðtali sagði fljótasti maður heims að hann væri ekki að velta því fyrir sér hvað fólk út í bæ væri að segja um hann. Hann sé einfaldlega bara að elta sinn draum. „Fólk má segja það sem það vill. Ég er vanur því. Ég var hlaupari og fólk hugsaði illa til mín þegar ég byrjaði en ég kom þeim á óvart á hverju ári,“ sagði Bolt í viðtali. Á dögunum talaði fyrrum landsliðsmaður Írlands, Andy Keogh, um Bolt. Hann sagði að fyrsta snerting Bolt væri eins og trampólín og vandaði honum ekki kveðjurnar. Bolt missir ekki svefn yfir því. „Fótbolti er eitthvað sem ég vil. Ég er viss um að Keogh sé ekki á sama stað og hann byrjaði á. Ég tek þessu ekki persónulega og ég hlæ að þessu því ég hef hitt Patrick Viera og marga fræga fótboltamenn.“ „Ég hef talað við Pogba og Sterling og þeir eru ánægðir að sjá mig reyna. Þeir sögðu við mig að ég gæti þetta og sýndu mér stuðning svo ég hef ekki áhyggjur af einum og einum leikmanni sem segir eitthvað um mig.“ „Þetta snýst ekki um peninga. Þetta er draumur og mig langar að prufa og sjá hversu góður ég get orðið,“ sagði hinn sprettharði að lokum.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira