Þetta þarf að gerast svo Ísland verði í efsta styrkleikaflokki Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 13:30 Erik Hamrén þarf sigur í kvöld. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar sama hvernig fer á móti Belgíu í lokaleik liðsins í Brussel í kvöld. Okkar menn eru stigalausir eftir þrjá leiki og ljóst að þeir verða í B-deildinni þegar annað tímabil Þjóðadeildarinnar verður flautað af stað haustið 2020. Nú snýst allt um undankeppni EM 2020 en dregið verður í riðla fyrir hana annan desember og ráðast styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn af endanlegri stöðu liðanna í Þjóðadeildinni. Efstu tíu liðin í Þjóðadeildinni verða í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2020, næstu tíu lið verða í öðrum styrkleikaflokki og svo koll af kolli. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þar sem að þeir tóku þátt í A-deild Þjóðadeildarinnar og verða því aldrei neðar en í tólfta sæti. Strákarnir okkar geta enn náð topp tíu og verið í efsta flokki í drættinum en það er mjög ólíklegt.Heildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Frakkland 7 stig (3 leikir) 2. Spánn 6 stig (3 leikir) 3. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Sviss 6 stig (3 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Ísland er án stiga og verður því að byrja á því að vinna Belgíu, besta landslið heims, á útivelli til þess að komast í þrjú stig en ekkert minna dugar til þess að enda á meðal tíu efstu þjóðanna. Þetta var orðið ljóst eftir tapið gegn Sviss á Laugardalsvelli í síðasta mánuði en eftir hann þurftu fimm úrslit að falla með okkur og við fengum strax hjálp frá Frakklandi sem kom til baka eftir að lenda 1-0 undir á móti Þýskalandi og vann leikinn. Pólland, Þýskaland og Króatía eru liðin sem Ísland er að reyna að skilja eftir fyrir aftan sig en með sigri Íslands í kvöld eru þau komin í vandræði. Króatar eiga leik gegn Spáni í kvöld og Englandi á sunnudaginn og mega ekki fá meira en eitt stig út úr þeim ef Ísland vinnur Belgíu. Þýskaland á einn leik eftir á móti Hollandi og þar þurfum við hjálp frá Hollendingum sem mega gera jafntefli við þýska liðið ef Ísland vinnur Belgíu. Svo eru það Pólverjarnir sem eiga mjög erfiðan leik eftir á móti Portúgal á útivelil en þar mega þeir bara ekki vinna ef Íslandi tekst að leggja Belgíu að velli í kvöld.Leikirnir sem skipta Ísland máli: 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - PóllandEf Ísland vinnur Belgíu verða... ... Króatar fyrir aftan Ísland ef þeir fá bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. ... Þjóðverjar fyrir aftan Ísland ef þeir vinna ekki Holland. ... Pólland fyrir aftan Ísland ef það vinnur ekki Portúgal.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira
Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00