Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Samfylkingarfólk kynnir breytingatillögur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak. Það er skorið niður hjá þeim hópum sem ekki nutu góðærisins og hefði þurft að verja,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur meirihlutans. Hann segir hugmyndir stjórnarflokkanna óásættanlegar og stríða gegn siðferðiskennd sinni. Samfylkingin hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. „Allar okkar tillögur eru fjármagnaðar, ábyrgar og koma þeim sem verst standa og millitekjufólki best,“ segir Oddný Harðardóttir þingflokksformaður. Tillögurnar gera ráð fyrir 24 milljarða auknum útgjöldum og að tekjurnar aukist um 26 milljarða. „Aðalatriðið er að við viljum að tekjuafgangur ríkissjóðs sé rúmur þannig að hægt sé að ganga á afganginn þegar að kreppir en að öryrkjar og þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda þurfi ekki að taka á sig skellinn,“ segir Oddný. Meðal tillagnanna er aukið fé til aldraðra og öryrkja, barna- og vaxtabóta auk húsnæðisstuðnings. Þá er lagt til að bætt verði í fjárveitingar til samgöngu- og heilbrigðismála auk ýmissa annarra verkefna. Samfylkingin vill fjármagna þessar tillögur með því að falla frá lækkun veiðigjalds, hækka fjármagnstekjuskatt og kolefnisgjald, setja aftur á auðlegðarskatt sem verði tekju- og eignatengdur, setja á sykurskatt og bæta eftirlit með skattundanskotum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak. Það er skorið niður hjá þeim hópum sem ekki nutu góðærisins og hefði þurft að verja,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur meirihlutans. Hann segir hugmyndir stjórnarflokkanna óásættanlegar og stríða gegn siðferðiskennd sinni. Samfylkingin hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. „Allar okkar tillögur eru fjármagnaðar, ábyrgar og koma þeim sem verst standa og millitekjufólki best,“ segir Oddný Harðardóttir þingflokksformaður. Tillögurnar gera ráð fyrir 24 milljarða auknum útgjöldum og að tekjurnar aukist um 26 milljarða. „Aðalatriðið er að við viljum að tekjuafgangur ríkissjóðs sé rúmur þannig að hægt sé að ganga á afganginn þegar að kreppir en að öryrkjar og þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda þurfi ekki að taka á sig skellinn,“ segir Oddný. Meðal tillagnanna er aukið fé til aldraðra og öryrkja, barna- og vaxtabóta auk húsnæðisstuðnings. Þá er lagt til að bætt verði í fjárveitingar til samgöngu- og heilbrigðismála auk ýmissa annarra verkefna. Samfylkingin vill fjármagna þessar tillögur með því að falla frá lækkun veiðigjalds, hækka fjármagnstekjuskatt og kolefnisgjald, setja aftur á auðlegðarskatt sem verði tekju- og eignatengdur, setja á sykurskatt og bæta eftirlit með skattundanskotum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira