Theódór Elmar útilokar ekki að koma heim og spila með KR: Á inni milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:00 Theodór Elmar Bjarnason fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira