Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2018 21:00 Breikkun þessa vegarkafla Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, er meðal þeirra verkefna sem búið var að setja á dagskrá á næsta ári. Stöð 2/Björn Sigurðsson. 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45