Southgate: Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 16:46 Southgate fagnar með lærisveinum sínum eftir sigurinn í dag Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira