Árásarmaður felldur á sjúkrahúsi í Chicago Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 23:00 Einn lögregluþjónn er sagður í alvarlegu ástandi. Getty/Tribune News Service Minnst þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi eftir að skotárás var gerð á Mercy-sjúkrahúsinu í Chicago í kvöld. Talsmaður lögreglunnar sagði á Twitter að tilkynningar hefðu borist um að margir hefðu orðið fyrir skoti og bað hann íbúa um að halda sig frá svæðinu. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en einn lögregluþjónn er meðal hinna særðu. Enn sem komið er hafa engar aðrar fréttir borist af dauðsföllum.Samkvæmt NBC sagðist eitt vitni hafa séð marga sem urðu fyrir skoti og honum virtist árásarmaðurinn vera að skjóta fólk af handahófi. Árásarmaðurinn hafi þó fyrst verið að tala við konu áður en hann tók upp byssu, skaut hana og byrjaði að skjóta á aðra.Hér má sjá hvað nokkur vitni sem AP ræddi við höfðu að segja.CNN hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi borið kennsl á árásarmanninn og hann hafi verið 32 ára gamall karlmaður. Nafn hans hefur ekki verið opinberað. Þá ræddi fréttastöð CNN við vitni sem segist hafa séð árásarmanninn skiptast á skotum við lögreglu fyrir utan sjúkrahúsið. „Ég get ekki einu sinni lýst því hvernig mér leið. Þetta er sorglegt. Það er ekki einu sinni hægt að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi,“ sagði vitnið sem heitir Steven White. Lögreglan er framkvæmdi leit á sjúkrahúsinu ef ske kynni að árásarmennirnir væru fleiri. Svo virðist ekki hafa verið raunin og hefur lögreglan náð stjórn á svæðinu. WATCH: Ambulance leaves Chicago hospital shooting scene with extensive police escort. https://t.co/mxwX1hogVR pic.twitter.com/Sad0gzgP8y— NBC News (@NBCNews) November 19, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Minnst þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi eftir að skotárás var gerð á Mercy-sjúkrahúsinu í Chicago í kvöld. Talsmaður lögreglunnar sagði á Twitter að tilkynningar hefðu borist um að margir hefðu orðið fyrir skoti og bað hann íbúa um að halda sig frá svæðinu. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en einn lögregluþjónn er meðal hinna særðu. Enn sem komið er hafa engar aðrar fréttir borist af dauðsföllum.Samkvæmt NBC sagðist eitt vitni hafa séð marga sem urðu fyrir skoti og honum virtist árásarmaðurinn vera að skjóta fólk af handahófi. Árásarmaðurinn hafi þó fyrst verið að tala við konu áður en hann tók upp byssu, skaut hana og byrjaði að skjóta á aðra.Hér má sjá hvað nokkur vitni sem AP ræddi við höfðu að segja.CNN hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi borið kennsl á árásarmanninn og hann hafi verið 32 ára gamall karlmaður. Nafn hans hefur ekki verið opinberað. Þá ræddi fréttastöð CNN við vitni sem segist hafa séð árásarmanninn skiptast á skotum við lögreglu fyrir utan sjúkrahúsið. „Ég get ekki einu sinni lýst því hvernig mér leið. Þetta er sorglegt. Það er ekki einu sinni hægt að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi,“ sagði vitnið sem heitir Steven White. Lögreglan er framkvæmdi leit á sjúkrahúsinu ef ske kynni að árásarmennirnir væru fleiri. Svo virðist ekki hafa verið raunin og hefur lögreglan náð stjórn á svæðinu. WATCH: Ambulance leaves Chicago hospital shooting scene with extensive police escort. https://t.co/mxwX1hogVR pic.twitter.com/Sad0gzgP8y— NBC News (@NBCNews) November 19, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira