Erlent

Hinn raunverulegi Super Mario er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Super Mario var upphaflega kallaður Jumpman þar til að Nintendo ákvað að gefa persónunni alvöru nafn.
Super Mario var upphaflega kallaður Jumpman þar til að Nintendo ákvað að gefa persónunni alvöru nafn. Mynd/Wikipedia

Mario Segale, maðurinn sem tölvuleikurinn Super Mario var nefndur í höfuðið á, er látinn 84 ára að aldri.

Segale var farsæll ítalsk-bandarískur fasteignamógúll frá Washington-ríki sem leigði tölvuleikjaframleiðandanum Nintendo vöruhús á níunda áratugnum sem ákvað í kjölfarið að nefna tölvuleik í höfuðið á honum.

Í grein BBC segir að Segale hafi í viðtali við Seattle Times árið 1993 grínast með að hann væri enn að bíða eftir greiðslum vegna málsins.

Super Mario var upphaflega kallaður Jumpman þar til að Nintendo ákvað að gefa persónunni alvöru nafn. Mario-tölvuleikirnir eru einhverjir vinsælustu tölvuleikir sögunnar þar sem pípulagningamaðurinn Mario reynir að leysa þrautir og forðast hættu.

Segale lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og níu barnabörn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.