Skar af sér höndina til að fá hlutverk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 09:49 Latourette hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Better Call Saul. Facebook Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Kvikmyndaiðnaðurinn leit mig augljóslega öðrum augum. Ég var öðruvísi og þeim líkaði það,“ sagði Latourette við fréttamiðilinn KOB4 frá New Mexico-fylki. Þá segist leikarinn hafa þjáðst af geðhvarfasýki þegar hann ákvað að skera af sér höndina og brenna fyrir sárið sem fylgdi. „Ég skar höndina af með vélsög. Ég var í sturluðu hugarástandi.“ Latourette hefur farið með þó nokkur hlutverk á síðustu árum en hann hefur til að mynda leikið í þáttunum Better Call Saul og kvikmyndinni The Men Who Stare at Goats.Lygi sem erfitt var að lifa meðLatouretta hefur nú ákveðið að opna sig um málið og segist meðvitaður um að hann hafi landað hlutverkum sínum vegna þess að hann laug því að hafa misst handlegginn í stríði. Það sé lygi sem erfitt hafi verið að lifa með. „Ég var óheiðarlegur. Ég er að binda endi á ferilinn minn með því að stíga fram, ef einhver heldur að ég geri það fyrir persónulegan ávinning þá er það rangt.“ Latourette sagðist að lokum ekki gera ráð fyrir fyrirgefningu af neinu tagi, heldur sagðist hann vona að saga hans gæti hjálpað öðrum sem glíma við geðrænar áskoranir. Bíó og sjónvarp Erlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira
Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Kvikmyndaiðnaðurinn leit mig augljóslega öðrum augum. Ég var öðruvísi og þeim líkaði það,“ sagði Latourette við fréttamiðilinn KOB4 frá New Mexico-fylki. Þá segist leikarinn hafa þjáðst af geðhvarfasýki þegar hann ákvað að skera af sér höndina og brenna fyrir sárið sem fylgdi. „Ég skar höndina af með vélsög. Ég var í sturluðu hugarástandi.“ Latourette hefur farið með þó nokkur hlutverk á síðustu árum en hann hefur til að mynda leikið í þáttunum Better Call Saul og kvikmyndinni The Men Who Stare at Goats.Lygi sem erfitt var að lifa meðLatouretta hefur nú ákveðið að opna sig um málið og segist meðvitaður um að hann hafi landað hlutverkum sínum vegna þess að hann laug því að hafa misst handlegginn í stríði. Það sé lygi sem erfitt hafi verið að lifa með. „Ég var óheiðarlegur. Ég er að binda endi á ferilinn minn með því að stíga fram, ef einhver heldur að ég geri það fyrir persónulegan ávinning þá er það rangt.“ Latourette sagðist að lokum ekki gera ráð fyrir fyrirgefningu af neinu tagi, heldur sagðist hann vona að saga hans gæti hjálpað öðrum sem glíma við geðrænar áskoranir.
Bíó og sjónvarp Erlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira