Erlent

Skar af sér höndina til að fá hlutverk

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Latourette hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Better Call Saul.
Latourette hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Better Call Saul. Facebook
Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.„Kvikmyndaiðnaðurinn leit mig augljóslega öðrum augum. Ég var öðruvísi og þeim líkaði það,“ sagði Latourette við fréttamiðilinn KOB4 frá New Mexico-fylki.Þá segist leikarinn hafa þjáðst af geðhvarfasýki þegar hann ákvað að skera af sér höndina og brenna fyrir sárið sem fylgdi.„Ég skar höndina af með vélsög. Ég var í sturluðu hugarástandi.“Latourette hefur farið með þó nokkur hlutverk á síðustu árum en hann hefur til að mynda leikið í þáttunum Better Call Saul og kvikmyndinni The Men Who Stare at Goats.Lygi sem erfitt var að lifa meðLatouretta hefur nú ákveðið að opna sig um málið og segist meðvitaður um að hann hafi landað hlutverkum sínum vegna þess að hann laug því að hafa misst handlegginn í stríði. Það sé lygi sem erfitt hafi verið að lifa með.„Ég var óheiðarlegur. Ég er að binda endi á ferilinn minn með því að stíga fram, ef einhver heldur að ég geri það fyrir persónulegan ávinning þá er það rangt.“Latourette sagðist að lokum ekki gera ráð fyrir fyrirgefningu af neinu tagi, heldur sagðist hann vona að saga hans gæti hjálpað öðrum sem glíma við geðrænar áskoranir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.