Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 19:00 Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta. Strand í Helguvík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta.
Strand í Helguvík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira