Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 19:00 Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta. Strand í Helguvík Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta.
Strand í Helguvík Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira