Enski boltinn

Guardiola óánægður með varnarleikinn eftir 6-1 sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola á hliðarlínunni í dag.
Guardiola á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Þrátt fyrir 6-1 sigur Manchester City á Southampton í dag var Pep Guardiola, stjóri City, ekki ánægður með varnarleik liðsins í leiknum.

„Við gerðum suma hluti afar vel í leiknum. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru frábærar og sóknarlega vorum við frábærir en varnarlega þá vorum við að fá alltof mikið á okkur,“ sagði Guardiola.

„Ég fékk góða tilfinningu í leiknum en á sama tíma þá vörðumst við ekki nægilega vel. Við vorum heppnir að skora fjórða markið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks því annars hefði þetta verið erfiðari síðari hálfleikur.“

„Við náðum að klára okkar færi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum þá tilfinningu að við gætum skapað fullt af færum en við náðum ekki að stoppa boltana hjá þeim í gegnum miðjuna og vinna seinni boltanna.“

City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tveggja stiga forskot á Chelsea og Liverpool sem koma í næstu tveimur sætum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×