Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Stöð 2 „Krafan um fundinn er byggð á lögum félagsins um að hundrað félagsmenn geti beðið um svona fund. Þegar þeir eru ekki nema helmingurinn af því segir það sig sjálft að við getum ekki orðið við beiðninni,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Á föstudag var send krafa, studd af 163 undirskriftum, um að félagsfundur yrði haldinn til að ræða stöðuna sem upp er komin í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr félaginu. Í tilkynningu frá stjórn félagsins kemur fram að aðeins 52 af þeim sem skrifuðu undir kröfuna séu félagsmenn. Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar. Hann segir að þegar Jötunn hafi slitið sig frá sameiningarviðræðum hafi bara verið vitnað í það sem Heiðveig hafi sagt um stjórnina. „Þetta eru svona einhverjar eftiráskýringar sem segja ekki neitt. Þetta er mjög sérkennilegt. Svo er þarna nýja fólkið í Alþýðusambandinu. Það blasti við að þegar stofnfundur hins nýja félags yrði, væru öll hin félögin búin að segja sig úr ASÍ. Þeirra upplegg er eitthvað tengt því að mínu mati. Það er pólitík í þessu.“ Hann segist hafa verið minntur á það af eldri félögum að þetta sé í þriðja sinn svo vitað sé sem einhverjum sé vikið úr félaginu. „Í hin tvö skiptin hefðu nú þótt léttvægar ástæður að baki miðað við nú. Skemmdarverkið er þvílíkt að þetta varð ekki umflúið,“ segir Jónas. Birtist í Fréttablaðinu Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
„Krafan um fundinn er byggð á lögum félagsins um að hundrað félagsmenn geti beðið um svona fund. Þegar þeir eru ekki nema helmingurinn af því segir það sig sjálft að við getum ekki orðið við beiðninni,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Á föstudag var send krafa, studd af 163 undirskriftum, um að félagsfundur yrði haldinn til að ræða stöðuna sem upp er komin í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr félaginu. Í tilkynningu frá stjórn félagsins kemur fram að aðeins 52 af þeim sem skrifuðu undir kröfuna séu félagsmenn. Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar. Hann segir að þegar Jötunn hafi slitið sig frá sameiningarviðræðum hafi bara verið vitnað í það sem Heiðveig hafi sagt um stjórnina. „Þetta eru svona einhverjar eftiráskýringar sem segja ekki neitt. Þetta er mjög sérkennilegt. Svo er þarna nýja fólkið í Alþýðusambandinu. Það blasti við að þegar stofnfundur hins nýja félags yrði, væru öll hin félögin búin að segja sig úr ASÍ. Þeirra upplegg er eitthvað tengt því að mínu mati. Það er pólitík í þessu.“ Hann segist hafa verið minntur á það af eldri félögum að þetta sé í þriðja sinn svo vitað sé sem einhverjum sé vikið úr félaginu. „Í hin tvö skiptin hefðu nú þótt léttvægar ástæður að baki miðað við nú. Skemmdarverkið er þvílíkt að þetta varð ekki umflúið,“ segir Jónas.
Birtist í Fréttablaðinu Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59