Innlent

Ánægðari með verðlag en áður

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum.
Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum. vísir/vilhelm

Ferðaþjónusta Ferðamannapúlsinn, sem byggist á ánægju með heimsókn, hvort það sem keypt er sé peninganna virði, uppfyllingu væntinga, líkum á meðmælum og gestrisni, mælist í hæstu hæðum, eða 84,3 stig af 100 í september. Hefur hann ekki verið hærri síðan á sama tíma 2016. Ferðamannapúlsinn er á vegum Isavia, Ferðamálastofu og Gallup.

Pólskir ferðamenn eru ánægðastir með komuna. Á eftir fylgdu Spánverjar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Ferðamenn mældust ánægðari með verðlag en í ágúst. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.