Enski boltinn

„Það er algjör synd að þeir skuli spila fyrir Liverpool“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane og Mohammed Salah.
Sadio Mane og Mohammed Salah. Vísir/Getty
Liverpool leikmennirnir Sadio Mane og Mohammed Salah eru bestu knattspyrnumenn Afríku í dag að mati fyrrum leikmanns Everton og nígeríska landsliðsins.

Liverpool tapaði í gær þar sem ekkert gekk upp hjá þeim félögum en undanfarið ár hafa þeir báðir farið á kostum í liði Jürgen Klopp. Það hefur ekki farið framhjá nígerísku goðsögninni.

„Mohammed Salah og Sadio Mane eru að standa sig mjög vel hjá Liverpool þessi misserin. Þetta eru tveir afrískir leikmenn sem eru að spila vel fyrir sín félög. Þeir eru tveir bestu afrísku leikmennirnir í dag,“ sagði Yakubu en stóðst samt ekki freistinguna að skjóta aðeins á þá.





„Það er bara algjör synd að þeir skuli spila fyrir Liverpool,“ sagði Yakubu í léttu gríni en hann spilaði með Everton í fjögur ár frá 2007 til 2011. Yakubu skoraði 25 mörk í 82 leikjum með Everton.

Hann spilaði einnig með fleiri félögum á Englandi eins og Portsmouth, Middlesbrough og Blackburn Rovers.

Yakubu skoraði alls 96 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er næstmarkahæsti afríski leikmaðurinn í sögu deildarinnar á eftir Didier Drogba.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×