Gröf fyrsta forsætisráðherra Íslands ómerkt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir. Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir.
Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira