Fótbolti

Sjáðu laglegt mark Arnórs gegn Roma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór pressar Kolarov í leik kvöldsins.
Arnór pressar Kolarov í leik kvöldsins. vísir/getty

Arnór Sigurðsson varð í kvöld þriðji Íslendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu er hann skoraði mark CSKA Moskvu í 2-1 tapi gegn Roma.

Arnór var í byrjunarliði CSKA í kvöld líkt og Hörður Björgvin Magnússon en hann jafnaði metin fyrir CSKA í síðari hálfleik eftir að Roma komst yfir á fjórðu mínútu leiksins.

Mark Arnórs var afar laglegt en Skagamaðurinn tók vel við knettinum áður en hann kom boltanum framhjá Robin Olsen í marki Roma.

Markið laglega má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.