Innlent

Boða lækkun fasteignaskatta

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Bregðast við hækkun fasteignamats milli ára.
Bregðast við hækkun fasteignamats milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Fasteignaskattar verða lækkaðir í Hafnarfirði á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Er það gert til að bregðast við mikilli hækkun á reiknuðu fasteignamati milli ára.

Áætlunin gerir ráð fyrir að reksturinn verði jákvæður um 985 milljónir króna á næsta ári samanborið við 798 milljóna afgang á yfirstandandi ári. Skuldaviðmið lækkar áfram samkvæmt áætluninni og verður 120 prósent í lok næsta árs.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir að fjárhagsáætlunin staðfesti hve fjárhagurinn hafi styrkst undanfarin ár og mikilvægt sé að halda áfram á braut agaðrar fjármálastjórnunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.