Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling var ekki sparkaður niður í gær heldur sparkaði hann sjálfur í jörðina og hlaut að launum gefins víti frá dómara leiksins. Það þarf því ekki að koma á óvart að pressan hafi aukist á að taka upp VAR í Meistaradeildinni.
Video Assistant Referees could be used in the Champions League for the latter stages of this season as UEFA considers fast-tracking help for under-fire officials.https://t.co/VMjoOmPUwX
— Richard Conway (@richard_conway) November 8, 2018
BBC segir frá því í dag að UEFA íhugi nú að taka upp VAR í Meistaradeildinni á núverandi tímabili. Sú umræða hafi verið í gangi í nokkrar vikur og kemur því ekki í beinu framhaldi af hræðilegum vítaspyrnudómi Ungverjans Viktor Kassai í gær.
UEFA hafði tilkynnt það í september að VAR kæmi inn í Meistaradeildina frá og með næsta tímabili.
Pep Guardiola has had his say on the Raheem Sterling penalty.
Watchhttps://t.co/X1i43YbggIpic.twitter.com/fad89DSdQ0
— BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018
UEFA er að þjálfa upp myndbandadómara út um alla Evrópu og það er meiri bjartsýni innan raða sambandsins og hópur myndbandadómara sé nú orðinn það stór að hægt sé að manna alla leiki í Meistaradeildinni eftir áramót.
Tilkynning um komu VAR inn í Meistaradeildina gæti komið eftir næsta framkvæmdafund UEFA sem er í desember.
Manchester City penalty against Shakhtar highlights need for VAR | Paul Wilson https://t.co/Sp6JbZGNW1
— The Guardian (@guardian) November 8, 2018