Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:00 Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira