Fótbolti

Fenerbache kláraði Anderlecht í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn tyrkneska félagsins fagna á meðan Belgarnir svekkja sig.
Leikmenn tyrkneska félagsins fagna á meðan Belgarnir svekkja sig. vísir/getty

Fenerbache er með sjö stig í D-riðli Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á Anderlecht á heimavelli en leikið var í Tyrklandi í kvöld.

Markalaust var í hálfleik en Frakkinn Mathieu Valbuena kom Fenerbache yfir á 71. mínútu og þremur mínútum síðar tvöfaldaði Michael Frey forystuna.

Ekki skánaði ástandið fyrir gestina í Anderlecht er Zakaria Bakkali fékk tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla og var sendur í sturtu á 79. mínútu. Lokatölur 2-0.

Fenerbache er með sjö stig eftir fjóra leiki í öðru sætinu en Anderlecht er á botninum með eitt. Dinamo Zagreb er með fullt hús og í þriðja sætinu er Spartak Trnava með þrjú stig.

Í Kasakstan höfðu heimamenn í Astana getur gegn tékkneska liðinu Jablonec. Sigurmarkið gerði Evgeniy Postnikov tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1.

Astana er með átta stig á toppi riðilsins en Jablonec er á botninum með tvö stig. Dynamo Kyiv er í öðru sætinu með fimm stig og Rennes er með þrjú stig í þriðja sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.