Segir enga sérhæfða þjónustu í boði fyrir krabbameinssjúka eftir fjögur á daginn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:30 Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í janúar síðastliðinn. Á þeim tíma sem hann var í krabbameinsmeðferð þurfti hann nokkrum sinnum að sækja í bráðaþjónustu eftir klukkan fjögur á daginn. Krabbameinsdeildir eru eingöngu opnar milli átta og fjögur og þurfti hann því að sækja þjónustuna inn á Bráðadeild spítalans í Fossvogi.Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í upphafið árs.Guðbjörn segir þann stað lífsógnandi fyrir einstaklinga með bælt ónæmiskerfi en í fréttum stöðvar 2 í gær benti Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, á þá staðreynd að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun. Án hennar vanti heildræna yfirsýn í málaflokkinn. Guðbjörn Jóhann telur mikila þörf á því að stjórnvöld virki áætlunina. Heildræn stefna skipti höfuð máli fyrir fólk sem berst fyrir lífi sínu. „Mér finnst að það ætti að vera sér bráðamóttaka fyrir krabbameinssjúklinga. Fólk á að geta sótt á spítalann án þess að þurfa að eiga á hættu að sýkjast af öðrum veikindum, svo sem kvefi eða lungnabólgu. Það þarf að vera hægt að fá sérhæfða þjónustu,“ segir hann. Hann bendir á að þegar þú ert með krabbamein og veikist skyndilega að kvöldi til þá eigir þú ekki að þurfa að hræðast það að leita á spítalann. Sjálfur er hann laus við meinið en undir stöðugu eftirliti næstu árin. „Það er erfitt fyrir ónæmisbældan krabbameinssjúkling að lenda í því, kannski eftir lokun, að verða veikur og þurfa svo að leita á bráðamóttöku þar sem fyrir er mikið af veiku fólki. Þurfa svo að bíða í dágóðan tíma eftir að geta komist inn á herbergi sem er sérhannað fyrir krabbameinssjúklinga,“ bendir hann á. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verður málið tekið fyrir eftir helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í janúar síðastliðinn. Á þeim tíma sem hann var í krabbameinsmeðferð þurfti hann nokkrum sinnum að sækja í bráðaþjónustu eftir klukkan fjögur á daginn. Krabbameinsdeildir eru eingöngu opnar milli átta og fjögur og þurfti hann því að sækja þjónustuna inn á Bráðadeild spítalans í Fossvogi.Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í upphafið árs.Guðbjörn segir þann stað lífsógnandi fyrir einstaklinga með bælt ónæmiskerfi en í fréttum stöðvar 2 í gær benti Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, á þá staðreynd að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun. Án hennar vanti heildræna yfirsýn í málaflokkinn. Guðbjörn Jóhann telur mikila þörf á því að stjórnvöld virki áætlunina. Heildræn stefna skipti höfuð máli fyrir fólk sem berst fyrir lífi sínu. „Mér finnst að það ætti að vera sér bráðamóttaka fyrir krabbameinssjúklinga. Fólk á að geta sótt á spítalann án þess að þurfa að eiga á hættu að sýkjast af öðrum veikindum, svo sem kvefi eða lungnabólgu. Það þarf að vera hægt að fá sérhæfða þjónustu,“ segir hann. Hann bendir á að þegar þú ert með krabbamein og veikist skyndilega að kvöldi til þá eigir þú ekki að þurfa að hræðast það að leita á spítalann. Sjálfur er hann laus við meinið en undir stöðugu eftirliti næstu árin. „Það er erfitt fyrir ónæmisbældan krabbameinssjúkling að lenda í því, kannski eftir lokun, að verða veikur og þurfa svo að leita á bráðamóttöku þar sem fyrir er mikið af veiku fólki. Þurfa svo að bíða í dágóðan tíma eftir að geta komist inn á herbergi sem er sérhannað fyrir krabbameinssjúklinga,“ bendir hann á. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verður málið tekið fyrir eftir helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00