Carlsen í betri stöðu í fyrstu einvígisskákinni gegn Caruana Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari. Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari.
Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38
Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00