Sport

Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnus Carlsen.
Magnus Carlsen. Vísir/Getty

Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák.

Magnus Carlsen vann heimsmeistaratitilinn fyrst árið 2013 og hefur haldið honum síðan. Hann varði hann bæði árið 2014 og árið 2016.

Carlsen mætir að þessu sinni Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana í úrslitaeinvíginu um heimsmeistaratitilinn.

Magnus Carlsen mætti á blaðamannafund í tilefni af úrslitaeinvíginu sem fer fram í London í Englandi að þessu sinni.

Magnus Carlsen svaraði vissulega einhverjum skákspurningum á fundinum en það var svar hans við spurningu um einkalífið sem vakti mesta athygli.
Rússneskur blaðamaður spurði Magnus Carlsen nefnilega út í ástarlíf hans og fékk heldur betur sérstakt svar frá Norðmanninum þótt að langlíklegast sé að Carlsen hafi verið að grínast.

„Konur hata mig og finnst ég vera ógeðslegur,“ svaraði Magnus Carlsen en sagðist þó fá stuðning frá konum annarsstaðar frá.

„Mamma mín er minn besti stuðningsmaður og ég á líka fullt af vinum,“ sagði Carlsen.

Úrslitaeinvígi fer fram frá 9. til 28. nóvember en Magnus Carlsen reynir þar að tryggja sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.