Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. janúar 2018 19:34 Silja Bára Ómarsdóttir ræðir um störf Trumps þegar ár er liðið í embætti hans. Vísir/Hörður Sveinsson Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira