Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. janúar 2018 19:34 Silja Bára Ómarsdóttir ræðir um störf Trumps þegar ár er liðið í embætti hans. Vísir/Hörður Sveinsson Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira