Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. janúar 2018 19:34 Silja Bára Ómarsdóttir ræðir um störf Trumps þegar ár er liðið í embætti hans. Vísir/Hörður Sveinsson Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira