Lífið

Hörðustu konur veraldar lúbörðu Audda og Steinda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi og Steindi tóku þátt í rosalegri glímu.
Auddi og Steindi tóku þátt í rosalegri glímu.
Cholitas er ættbálkur kvenna sem búið hafa í Andersfjöllunum í aldir og fengu þeir Auðunn Blöndal og Steindi þá áskorun í síðasta þætti af Suður-ameríska drauminum að sigra þær.

Verkefnið var að glíma við tvær hörðustu konur ættbálksins sem kalla sig the Fighting Cholitas. Báðir eru þær meistarar í heimalandinu Bólivíu og hafa keppt á Ólympíuleikunum í glímu.

Konurnar heita Yoselin og Fabiola og gekk erfilega fyrir sig fyrir drengina að keppa við þessar grjóthörðu konur.

Til að standast áskorunina þurftu þeir að vinna slaginn en hér að neðan má sjá hvernig gekk.


Tengdar fréttir

Auddi hjálpaði Steinda með Tinder-reikninginn

Þrátt fyrir að vera komnir á fertugs- og fimmtugsaldur eru þeir Auddi, Sveppi, Steindi og Pétur Jóhann óhræddir við að leyfa sínum innri börnum að leika lausum hala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×