„Ef ég hætti þessu rugli þá mun ég veslast upp og verða gamall“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2018 11:30 Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal eru gestir vikunnar í Einkalífinu. Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi. Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi.
Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45