Birtir mynd af skemmdunum á rúðu Icelandair-vélarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 09:45 Vélin sem sótti farþegana til Kanada lenti í morgun. Vísir/Vilhelm Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018 Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08
Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30