Innlent

Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Farþegi lýsti atburðarrásinni í beinni.
Farþegi lýsti atburðarrásinni í beinni. Mynd/Harrison Hove
Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.„Þegar hún er yfir Kanada sjá flugmennirnir að það er komin sprunga í rúðu. Samkvæmt verklagi þá lenda þeir á næsta flugvelli,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. Flugvélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada.Að sögn Guðjóns voru um 160 farþegar um borð og mun önnur flugfél frá Íslandi fara síðdegis til þess að sækja farþega og áhöfn.Atburðarrásinni var lýst í beinni á Twitter en kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var um borð en hann segir að eftir að í ljós kom að sprunga væri komin á framrúðuna hafi atburðarrásin gerst hratt.Segir hann að flugstjórar vélarinnar hafi drifið sig í að lenda vélinni og að þeir hafi sagt farþegum að nauðsynlegt hafi verið að koma flugvélinni niður á jörðina sem fyrst.„Þetta er ógnvekjandi en flugmennirnir okkar voru frábærir,“ skrifar Hove á Twitter. Þar bætir hann einnig við að flugvirki frá Icelandair hafi setið fyrir framan hann í flugvélinni. Var flugvirkinn kallaður inn í flugstjórnarklefann og sagði hann að sprungan væri töluverð, um 20 sentimetrar eða svo.Veist þú meira um málið? Sendu okkur skilaboð eða póst á ritstjorn@visir.is.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.