Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 11:30 Hér má sjá flugferil vélarinnar í aðdraganda lendingarinnar. Mynd/Flightradar24/Harrison Hove Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08