Blákolóttur lambhrútur vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2018 20:00 Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast. Fréttir Landbúnaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira