Blákolóttur lambhrútur vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2018 20:00 Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira