Segja fullyrðingar verktaka í Bítinu fjarri sanni Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 15:26 Framkvæmdir við Hlíðarenda eru langt komnar en enn er ekki byrjað að sprengja 270 þúsund fermetra af grjóti í burtu við Landspítalann. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda. Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda.
Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira