Enski boltinn

Martial hafnaði tilboði United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Illa gengur hjá Martial að ná samningum við United.
Illa gengur hjá Martial að ná samningum við United. vísir/getty
Nýjustu fréttir af samningaviðræðum Anthony Martial og Manchester United eru þær að Martial á að hafa hafnað síðasta tilboði United.

Þetta segir fréttastofa Sky Sports en United vill að Martial skrifi undir langtíma samning við félagið. Hann er nú þegar með samning til 2020.

Þrátt fyrir að hafa hafnað síðasta tilboði United er Frakkinn enn sagður reiðubúinn til að setjast aftur niður með United og reyna að komast að niðurstöðu.

Eftir að hafa gengið í raðir United sumarið 2015 fór Martial frábærlega af stað og skoraði sautján mörk á sínu fyrsta tímabili.

Á síðasta tímabili fékk hann lítið sem ekkert traust frá Mourinho og samband þeirra var ekki sagt gott. Hann skoraði þá fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Martial hefur þó verið að spila vel á þessari leiktíð. Hann skoraði bæði mörk United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×