Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 21:45 Svona var aðkoman að fundarstað. Allt harðlæst. Mynd/Trausti Harðarson Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30