Ekki láta klámáhorf afskiptalaust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2018 20:15 Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, starfsmaður Stígamóta, segir foreldra þurfa að taka ákvörðun um að láta ekki klámáhorf afskiptalaust enda sé tenging milli klámáhorfs og kynferðisofbeldis. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Jafnframt eru 70% þolendur undir 18 ára aldri þegar þau verða fyrst fyrir kynferðisofbeldi. Fyrr á árinu fór Stígamót af stað með herferðina #sjúkást og í framhaldi af henni hrintu þau úr vör nýrri herferð sem heitir #allirkrakkar, með það markmið að höfða til foreldra um að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofeldi. „Allir krakkar geta orðið gerendur kynferðisofbeldis og allir krakkar geta orðið þolendur kynferðisofbeldis. Það er okkar sem samfélags að fræða þau og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið," segir hún.Enginn á rétt á kynlífi Hún segir margt hægt að gera til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og mikilvægt sé að fræða unglinga. Taka þurfi ákvörðun að láta ekki klám áhorf afskiptalaust. Kynferðisofbeldi sé ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og að rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk. Enginn eigi rétt á kynlífi - sá sem heldur það sé líklegur til að fara yfir mörk.Hvað geta foreldrar gert til að fylgjast með því hvað barnið er að gera í símanum, eða koma í veg fyrir að það sé að horfa á klám?„Tala við börnin sín. Ég held að það sé eina svarið. Spurja hvað þau eru að skoða. Gefa þeim tækifæri til að vera gagnrýnin. Vegna þess að við erum sennilega aldrei að fara að stoppa það sem þau eru nákvæmlega að fara að sjá. Ef við gefum þeim tækin og tólin til þess að skilja og vera gagnrýnin og ekki taka þessu algjörlega gagnrýnislaust, þá er til mikils að vinna," segir hún.Myndband sem Stígamót lét framleiða undir merkjum #allirkrakkar má sjá hér að neðan. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti. Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir, starfsmaður Stígamóta, segir foreldra þurfa að taka ákvörðun um að láta ekki klámáhorf afskiptalaust enda sé tenging milli klámáhorfs og kynferðisofbeldis. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Jafnframt eru 70% þolendur undir 18 ára aldri þegar þau verða fyrst fyrir kynferðisofbeldi. Fyrr á árinu fór Stígamót af stað með herferðina #sjúkást og í framhaldi af henni hrintu þau úr vör nýrri herferð sem heitir #allirkrakkar, með það markmið að höfða til foreldra um að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofeldi. „Allir krakkar geta orðið gerendur kynferðisofbeldis og allir krakkar geta orðið þolendur kynferðisofbeldis. Það er okkar sem samfélags að fræða þau og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið," segir hún.Enginn á rétt á kynlífi Hún segir margt hægt að gera til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og mikilvægt sé að fræða unglinga. Taka þurfi ákvörðun að láta ekki klám áhorf afskiptalaust. Kynferðisofbeldi sé ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og að rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk. Enginn eigi rétt á kynlífi - sá sem heldur það sé líklegur til að fara yfir mörk.Hvað geta foreldrar gert til að fylgjast með því hvað barnið er að gera í símanum, eða koma í veg fyrir að það sé að horfa á klám?„Tala við börnin sín. Ég held að það sé eina svarið. Spurja hvað þau eru að skoða. Gefa þeim tækifæri til að vera gagnrýnin. Vegna þess að við erum sennilega aldrei að fara að stoppa það sem þau eru nákvæmlega að fara að sjá. Ef við gefum þeim tækin og tólin til þess að skilja og vera gagnrýnin og ekki taka þessu algjörlega gagnrýnislaust, þá er til mikils að vinna," segir hún.Myndband sem Stígamót lét framleiða undir merkjum #allirkrakkar má sjá hér að neðan.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira