Innlent

Myndband: Víkingasveitin æfir árás á hryðjuverkamenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimir víkingasveitarinnar á æfingu.
Meðlimir víkingasveitarinnar á æfingu. Vísir/Europol

Europol birti í morgun myndir og myndband af æfingu sérsveitar Ríkislögreglustjóra, sem gjarnan er kölluð Víkingasveitin, þar sem sviðsmyndin er nokkuð skrautleg. Æfingin gengur út á að hryðjuverkamenn á Íslandi séu að flytja vopn og vígamenn til Norður-Írlands, sem nota á til hryðjuverka í Bretlandi.

Víkingasveitin réðst til atlögu á skip sem hryðjuverkamennirnir áttu að hafa notað til að flytja vopnin til Norður-Írlands og á sama tíma var ráðist til atlögu gegn hryðjuverkamönnum í Írlandi. Sérsveitir frá Íslandi, Írlandi, Norður-Írlandi og Bretlandi komu að æfingunni.

Æfingin sem um ræðir nefnist Atlas Exercise. Það vísar til Atlas samstarfsins, sem nær til sérsveita í Evrópu, og er æfingunni ætlað að auka samstarf þeirra á milli. Æfingar standa yfir víða um Evrópu.

Myndirnar og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Neðst má svo sjá kynningarmyndband um Atlas Exercise.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.