Andskoti hart að vera enn að standa í þessu tíu árum seinna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2018 09:00 Agnes og Jói hafa verið í Noregi undanfarin sjö ár. Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson ætla að taka einn dag í einu og reyna að taka slaginn á Íslandi eftir það sem þau kalla sjö ára útlegð í Noregi. Agnes er orðin verkefnastjóri hjá Vestfjarðarstofu á Þingeyri en hjónin fóru illa út úr hruninu haustið 2008. „Ég er komin heim og búin að fá vinnu. Jói er enn úti en kemur heim í lok mánaðar. Hann á enn eftir að fá vinnu,“ segir Agnes í samtali við Vísi. Hún leigir íbúð en þarf að fá uppáskrift til að mega það enda þau hjónin á vanskilaskrá eftir að hafa misst húsið sitt á sínum tíma. „Það er andskoti hart að vera enn að standa í þessu tíu árum seinna,“ segir Agnes. Þau hjónin sögðu sögu sína í þættinum Nýja Ísland á Stöð 2 á dögunum. Agnes Arnardóttir er flutt á Þingeyri.Vísir Ólýsanlegt hve erfitt var að standa ekki í skilum Þau Agnes og Jóhannes tóku myntkörfulán hjá Landsbankanum fyrir hrun til að byggja húsnæði undir gólfefnaverslun sína á Akureyri. Eftir hrun hækkaði lánið og samningar við bankann skiluðu litlu. Þau stóðu frammi fyrir því að leggja heimilið að veði í samningsgerðinni. Þá þyrftu þau að skipta um kennitölu, eitthvað sem Agnes gat ekki hugsað sér. „Hvernig átti ég að fara að bjarga mínum eigin rassi og láta aðra bera skellinn? Það hvarfalaði bara ekki að mér.“ Hún hafi reynt að semja við bankann um að greiða 64 milljóna króna lán á 25 árum með eðlilegum vöxtum.„Ég ætla ekki að lýsa því hve erfitt það var að geta ekki staðið í skilum. Það var hrikalega erfitt.“Agnes og Jói bera Landsbankanum ekki vel söguna.vísir/vilhelmÞau völdu að leggja heimilið að veði fyrir fyrirtæki sitt. Næstu ár skipust þau á að fara til Noregs að vinna. Agnes á sumrin og Jóhannes á veturna. „2013 þá skelltum við í lás og játuðum okkur sigruð. Tókum Norrænu og yfirgáfum landið.“Í júlí síðastliðnum voru þau komin í erfiða stöðu. Bæði atvinnulaus og mikil óvissa um framhaldið. Heimilið var tekið af þeim þegar þau yfirgáfu Ísland 2013. Jóhannes fékk hjartaáfall og tók tólf mínútur að „ná honum til baka“. Í framhaldinu fékk hann uppsagnarbréf. Þau lýsa erfiðleikum sínum við að snúa aftur til Íslands. Þau séu útskúfuð, á vanskilaskrá af því þau misstu heimili sitt og fyrirtæki.„Ég lenti í slag við bankana og missti allt. Húsið og fyrirtækið. Þau eru liðin mörg ár,“ segir Agnes. „Menn fá uppreisn æru fyrir hræðilegri hluti en að hafa fengið lán í Landsbankanum,“ segir Agnes. Þau segjast eiga erfitt með að lesa í blöðunum um hin og þessi fyrirtækin sem lifi áfram á kennitöluflakki.„Maður les í blöðunum að menn og konur með fyrirtæki geti skipt um kennitölur bara eins og að skipta um skítuga sokka, og alltaf haldið áfram,“ segir Jóhannes. „Svo er fólk sem neitar að skipta um kennitölu og reynir að halda haus, reynir að borga sínar skuldir, semja um að borga sínar skuldir. Það er sett á kaldan klaka. Það er sett í útlegð.“Jóhannes lýsir símtali sem hann fékk um árið þar sem hann var beðinn um að gefa upp söluhagnað á húsinu þeirra norðan heiða. „Þeir höfðu reiknað út að ég ætti að borga 2,5 milljónir í söluskatt. Bankinn hirti bara húsið, ég hef aldrei fengið neitt uppgjör,“ segir Jóhannes. Hann hafi skrifað „þjófnaður“ á skattskýrsluna.„Við sitjum hérna og vitum ekkert hvað við eigum að gera. Við erum á svörtum lista. Þetta er svo fáránlegt dæmi þetta hrun, það lenti á saklausu fólki.“Rætt er við þau Agnes og Jóhannes í síðari hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Sem fyrr segir eru þau nú flutt til Íslands og búa á Þingeyri. Umfjöllunin um Agnes og Jóhann hefst eftir 23 mínútur í spilaranum. Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. 5. október 2018 11:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Agnes Arnardóttir og Jóhannes Sigursveinsson ætla að taka einn dag í einu og reyna að taka slaginn á Íslandi eftir það sem þau kalla sjö ára útlegð í Noregi. Agnes er orðin verkefnastjóri hjá Vestfjarðarstofu á Þingeyri en hjónin fóru illa út úr hruninu haustið 2008. „Ég er komin heim og búin að fá vinnu. Jói er enn úti en kemur heim í lok mánaðar. Hann á enn eftir að fá vinnu,“ segir Agnes í samtali við Vísi. Hún leigir íbúð en þarf að fá uppáskrift til að mega það enda þau hjónin á vanskilaskrá eftir að hafa misst húsið sitt á sínum tíma. „Það er andskoti hart að vera enn að standa í þessu tíu árum seinna,“ segir Agnes. Þau hjónin sögðu sögu sína í þættinum Nýja Ísland á Stöð 2 á dögunum. Agnes Arnardóttir er flutt á Þingeyri.Vísir Ólýsanlegt hve erfitt var að standa ekki í skilum Þau Agnes og Jóhannes tóku myntkörfulán hjá Landsbankanum fyrir hrun til að byggja húsnæði undir gólfefnaverslun sína á Akureyri. Eftir hrun hækkaði lánið og samningar við bankann skiluðu litlu. Þau stóðu frammi fyrir því að leggja heimilið að veði í samningsgerðinni. Þá þyrftu þau að skipta um kennitölu, eitthvað sem Agnes gat ekki hugsað sér. „Hvernig átti ég að fara að bjarga mínum eigin rassi og láta aðra bera skellinn? Það hvarfalaði bara ekki að mér.“ Hún hafi reynt að semja við bankann um að greiða 64 milljóna króna lán á 25 árum með eðlilegum vöxtum.„Ég ætla ekki að lýsa því hve erfitt það var að geta ekki staðið í skilum. Það var hrikalega erfitt.“Agnes og Jói bera Landsbankanum ekki vel söguna.vísir/vilhelmÞau völdu að leggja heimilið að veði fyrir fyrirtæki sitt. Næstu ár skipust þau á að fara til Noregs að vinna. Agnes á sumrin og Jóhannes á veturna. „2013 þá skelltum við í lás og játuðum okkur sigruð. Tókum Norrænu og yfirgáfum landið.“Í júlí síðastliðnum voru þau komin í erfiða stöðu. Bæði atvinnulaus og mikil óvissa um framhaldið. Heimilið var tekið af þeim þegar þau yfirgáfu Ísland 2013. Jóhannes fékk hjartaáfall og tók tólf mínútur að „ná honum til baka“. Í framhaldinu fékk hann uppsagnarbréf. Þau lýsa erfiðleikum sínum við að snúa aftur til Íslands. Þau séu útskúfuð, á vanskilaskrá af því þau misstu heimili sitt og fyrirtæki.„Ég lenti í slag við bankana og missti allt. Húsið og fyrirtækið. Þau eru liðin mörg ár,“ segir Agnes. „Menn fá uppreisn æru fyrir hræðilegri hluti en að hafa fengið lán í Landsbankanum,“ segir Agnes. Þau segjast eiga erfitt með að lesa í blöðunum um hin og þessi fyrirtækin sem lifi áfram á kennitöluflakki.„Maður les í blöðunum að menn og konur með fyrirtæki geti skipt um kennitölur bara eins og að skipta um skítuga sokka, og alltaf haldið áfram,“ segir Jóhannes. „Svo er fólk sem neitar að skipta um kennitölu og reynir að halda haus, reynir að borga sínar skuldir, semja um að borga sínar skuldir. Það er sett á kaldan klaka. Það er sett í útlegð.“Jóhannes lýsir símtali sem hann fékk um árið þar sem hann var beðinn um að gefa upp söluhagnað á húsinu þeirra norðan heiða. „Þeir höfðu reiknað út að ég ætti að borga 2,5 milljónir í söluskatt. Bankinn hirti bara húsið, ég hef aldrei fengið neitt uppgjör,“ segir Jóhannes. Hann hafi skrifað „þjófnaður“ á skattskýrsluna.„Við sitjum hérna og vitum ekkert hvað við eigum að gera. Við erum á svörtum lista. Þetta er svo fáránlegt dæmi þetta hrun, það lenti á saklausu fólki.“Rætt er við þau Agnes og Jóhannes í síðari hluta myndarinnar Nýja Ísland sem sjá má hér að neðan. Sem fyrr segir eru þau nú flutt til Íslands og búa á Þingeyri. Umfjöllunin um Agnes og Jóhann hefst eftir 23 mínútur í spilaranum.
Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. 5. október 2018 11:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Stefnuvottarnir koma alltaf um kvöldmatarleytið Tíu árum eftir hrun vita Björn Arnarson og Halla Sigrún Gylfadóttir, hjón með tvö börn í hálfkláruðu húsi, loksins hvað þau skulda Arion banka. 5. október 2018 11:00