Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2018 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Í fyrra gagnrýndi hann forvera sinn fyrir að ætla að láta vegfarendur borga meira fyrir þjónustu sem þeir væru þegar búnir að greiða fyrir með sköttum og gjöldum af eldsneyti. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45