Fótbolti

Jafnt hjá Ítölum og Úkraínumönnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ítalía og Úkraína gerðu jafntefli í vináttuleik í kvöld. Umgjörðin í kringum leikinn var mjög tilfinningaþrunginn þar sem fórnarlamba brúarslyssins í Genúa fyrr á árinu var minnst.

Leikurinn fór fram á Stadio Luigi Ferraris, heimavelli Sampdoria í Genúa. Í ágúst létust 43 þegar Morandi-brúin norðvestur af Genúa hrundi.

Leikurinn var stöðvarður á 43. mínútu í minningu þeirra sem létu líf sitt. Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, lék með Sampdoria í fimmtán ár.

Bæði mörk leiksins komu í seinni hálfleik, Federico Bernardeschi skoraði með þrumuskoti eftir mistök Andriy Pyatov. Ruslan Malinovski jafnaði metin sjö mínútum seinna, niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Ítalir hafa aðeins unnið tvo af síðustu 12 landsleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×