Enski boltinn

Gætu kallað á varalesara til að rannsaka ummæli Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho í leiknum umdeilda.
Mourinho í leiknum umdeilda. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið gæti kallað til varalesara og málvísindasérfræðing til þess að rannsaka ummæli Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, enn betur.

Eftir 3-2 dramatískan sigur United á Newcastle á laugardaginn beindust myndavélarnar að Mourinho sem lét einhver ummæli falla sem knattspyrnusambandið nú rannsakar.

Heimildarmenn segja að Mourinho hafi blótað á portúgölsku en knattspyrnusambandið er nú að rannsaka málið og gæti kallað inn sérfræðinga í málinu.

Verði hann fundinn sekur í málinu gæti hann verið í leikbanni er United mætir Chelsea í fyrsta leik eftir landsleikjahlé en eins og kunnugt er var Mourinho stjóri Chelsea um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×