Enski boltinn

Gætu kallað á varalesara til að rannsaka ummæli Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho í leiknum umdeilda.
Mourinho í leiknum umdeilda. vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið gæti kallað til varalesara og málvísindasérfræðing til þess að rannsaka ummæli Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, enn betur.

Eftir 3-2 dramatískan sigur United á Newcastle á laugardaginn beindust myndavélarnar að Mourinho sem lét einhver ummæli falla sem knattspyrnusambandið nú rannsakar.

Heimildarmenn segja að Mourinho hafi blótað á portúgölsku en knattspyrnusambandið er nú að rannsaka málið og gæti kallað inn sérfræðinga í málinu.

Verði hann fundinn sekur í málinu gæti hann verið í leikbanni er United mætir Chelsea í fyrsta leik eftir landsleikjahlé en eins og kunnugt er var Mourinho stjóri Chelsea um árabil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.