Fótbolti

KSÍ fær hundrað milljónir frá UEFA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Belga og Íslands í Þjóðadeildinni.
Úr leik Belga og Íslands í Þjóðadeildinni. vísir/getty
UEFA tilkynnti í gær að sambandið hafi hækkað greiðslur til liða í Þjóðadeildinni og gera deildina því enn verðmætari.

Greiðslur til þjóðanna munu hækka um 50% til allra þeirra þjóða sem taka þátt í Þjóðadeildinni en alls eru þær 55 talsins og skiptast í fjórar deildir; A, B, C og D.

Í byrjun átti Ísland að fá eina og hálfa milljón evra fyrir að taka þátt í keppninni en UEFA hefur nú aukið greiðsluna um 750 þúsund evrur sem jafngildir rúmum hundruð milljónum króna.

Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni, gegn Belgíu og Sviss, en liðið leikur þriðja leikinn í Evrópudeildinni gegn Sviss á mánudagskvöldið í Laugardalnum.

Ísland mætir Frökkum í æfingarleik í kvöld en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.00. Upphitun hefst 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×