Fótbolti

KSÍ fær hundrað milljónir frá UEFA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Belga og Íslands í Þjóðadeildinni.
Úr leik Belga og Íslands í Þjóðadeildinni. vísir/getty

UEFA tilkynnti í gær að sambandið hafi hækkað greiðslur til liða í Þjóðadeildinni og gera deildina því enn verðmætari.

Greiðslur til þjóðanna munu hækka um 50% til allra þeirra þjóða sem taka þátt í Þjóðadeildinni en alls eru þær 55 talsins og skiptast í fjórar deildir; A, B, C og D.

Í byrjun átti Ísland að fá eina og hálfa milljón evra fyrir að taka þátt í keppninni en UEFA hefur nú aukið greiðsluna um 750 þúsund evrur sem jafngildir rúmum hundruð milljónum króna.

Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni, gegn Belgíu og Sviss, en liðið leikur þriðja leikinn í Evrópudeildinni gegn Sviss á mánudagskvöldið í Laugardalnum.

Ísland mætir Frökkum í æfingarleik í kvöld en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.00. Upphitun hefst 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.