Fótbolti

Svekkjandi tap gegn Norður-Írum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Sigurðsson spilar með U21 landsliðinu
Arnór Sigurðsson spilar með U21 landsliðinu vísir/getty

Íslenska U21 landsliðið í fótbolta tapaði fyrir því norður-írska í undankeppni EM í dag. Leikið var í Árbænum.

Ísland átti lítinn sem engann séns á að komast áfram í umspil um lokakeppni EM U21 eftir tap gegn Slóvökum í síðasta leik. Vonin er alveg úti eftir tapið.

Leikurinn á Floridanavellinum var ekki sérstaklega líflegur, mikið jafnræði var með liðunum og lítið um færi.

Sigurmarkið kom ekki fyrr en á 89. mínútu. Það gerði Daniel Ballard með skalla eftir hornspyrnu Jamie McDonagh.

Ísland á einn leik eftir í keppninni, gegn toppliði Spánverja á þriðjudaginn. Aftur verður leikið á Fylkisvellinum í Árbænum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.