Fótbolti

Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá atvikinu í kvöld.
Frá atvikinu í kvöld. Vísir/Getty
Leikmenn heimsmeistara Frakklands voru afar ósáttir við Rúnar Má Sigurjónsson eftir tæklingu á Kylian Mbappe. Rúnar Már rann eftir tæklinguna beint á boðvang franska varamannabekksins og sauð upp úr.

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en meðal þeirra sem voru að blanda sér í málin voru meðal annars Didier Deschamps landsliðsþjálfari og Paul Pogba.

Menn voru þó fljótir að jafna sig áður en leikurinn hélt áfram. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir í leiknum.

Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, grínaðist með uppákomuna á Twitter.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×