Fótbolti

Myndband: Rúnar Már tæklaði Mbappe og allt varð vitlaust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá atvikinu í kvöld.
Frá atvikinu í kvöld. Vísir/Getty

Leikmenn heimsmeistara Frakklands voru afar ósáttir við Rúnar Má Sigurjónsson eftir tæklingu á Kylian Mbappe. Rúnar Már rann eftir tæklinguna beint á boðvang franska varamannabekksins og sauð upp úr.

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en meðal þeirra sem voru að blanda sér í málin voru meðal annars Didier Deschamps landsliðsþjálfari og Paul Pogba.

Menn voru þó fljótir að jafna sig áður en leikurinn hélt áfram. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir í leiknum.

Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, grínaðist með uppákomuna á Twitter.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.